Dýrkeypt mistök kostuðu sæti í undanúrslitum

Það var gríðarleg stemning hjá okkar mönnum fyrir leik liðsins við Ými. Menn voru komnir til að berjast og vinna sér sæti í úrslitunum. Svenni var í leikbanni og munaði um minna en Einar spilaði sinn fyrsta leik í deildarbikarnum og tók sæti hans.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en Ýmis menn pressuðu vel á okkar menn. Við vorum smá tíma að komast í gang og stór mistök gerðu það að verkum að þeir komust yfir. Einar átti slæma sendingu beint á sóknarmann Ýmis sem stóð einn á auðum sjó og skaut í autt markið. Við þetta mark þeirra færðum við okkur framar á völlinn og komumst meira inní leikinn.

Við náðum að jafna 1-1 með góðu marki, Kjartan lyfti boltan á hægri kanntinn á Bjössa sem lék boltanum inní teiginn hægra megin og lagði boltann fyrir fætur Andra Janussonar sem skoraði örugglega. Fjórum mínútum síðar komumst við svo yfir. Við áttum aukaspyrnu á vinstri kanntinum. Guðbjörn Klingengberg Sæmundsson tók sig til og negldi boltann í fjærhornið óverjandi fyrir markvörð Ýmis. Ýmis menn fengu svo tvö ágætis færi í fyrri hálfleiknum í öðru tilfellinu var Davíð Smári á undan sóknarmanni Ýmis í boltann og hitt skiptið varði hann glæsilega fast skot niðr. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Andri svo gott færi en markvörður Ýmis varði frábærlega og því  staðan í hálfleik var 2-1 fyrir okkur.

Ýmis menn byrjuðu á að breyta leikskipulagi sínu úr 5-4-1 í 4-4-2 og gerðu það gott fyrir þeirra leik. Þeir létu einnig fyrrverandi úrvalsdeildarleikmann inná og stjórnaði hann spili liðsins vel. Snemma í fyrri hálfleik fengum við svo gullið tækifæri til að koma okkur í 3-1 en þá sendi Guðbjörn frábæra sendingu inn á Kjartan sem var sloppinn einn gegn markverði Ýmis en allt kom fyrir ekki markvörður Ýmis varði meistaralega. Hlutirnir eru fljótir að gerast og sterk lið refsa fyrir stór mistök. Það voru ekki liðna 40 sekúndur efitr þetta þá voru Ýmismenn búnir að jafna. Miðjumaður þeirra sendi boltann innfyrir, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og við það opnaðist allt fyrir sóknarmann þeirra sem jafnaði.

Allt stefndi í framlengingu en mikið miðjuhnoð var í gangi en þá tók Andri Janusson til sinna ráða og náði boltanum á miðjunni og lék einn í gegn og lagði boltan snyrtilega framhjá markverði Ýmismanna og kom okkur í 3-2 og aðeins 4 mínútur eftir af leiknum. En dýrkeypt mistök mínútu fyrir leikslok tryggðu Ýmismönnum framlengingu. Davíð Smári hafði hugsað sér að tefja leikinn og lét boltann niður en tók hann svo upp aftur og dæmd var óbein aukaspyrna, afskaplega klaufalegt úr aukaspyrnunni skoruðu Ýmismenn og því þurfti að grípa til framlengingar.

Framlengingin byrjaði ekki gæfulega því Ýmismenn skoruðu strax á 4ju mínútu hennar og komust yfir. Það var greinlegt að leikmenn beggja liða voru þreyttir en við fengum okkar tækifæri til að jafna. Markvörður Ýmis bjargaði naumlega í horn þegar Maggi Magg sendi fyrir markið og gerði hið sama þegar Höddi sendi fyrir markið. Svo á lokasekúndum framlegningarinnar fengum við dauðafæri, Ýmismenn björguðu á marklínu og svo varði markvörðurinn í tvígang meistaralega.

Leikurinn var í heild sinni stórskemmtilegur og leikur hinna tveggja sterku sóknarliða en gott lið refsar fyrir dýrkeypt mistök og það gerðu Ýmismenn vel og nýttu okkar mistök. Leikur okkar manna var góður og lærdómsríkur og gefur jákvæða mynd fyrir sumarið. Liðið: Davíð Smári Helenarson – Birkir Freyr Hilmarsson, Einar Tryggvason (Hörður Jens Guðmundsson 95), Hallgrímur Dan Daníelsson, Magnús Einar Magnússon – Ingólfur Finnbogason (Jökull Hauksson 114) – Björn Ingi Árnason (Fannar Eðvaldsson 68), Guðbjörn Alexander Sæmundsson, Kjartan Atli Kjartasson, Haraldur Arnarson (Elfar Smári Sverrisson 93)  – Andri Janusson

Andri skoraði 9 mörk í 5 leikjum í deildarbikarnum.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 5 maí, 2008.

2 svör to “Dýrkeypt mistök kostuðu sæti í undanúrslitum”

  1. frábær árangur Andri til hamingju með 9 mörkin 😀
    setur bara en þá fleirri i sumar ! 😉

  2. Úff, maður…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: