Mætum Ými í undanúrslitum

Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það verði Siglingafélagið Ýmir sem verður andstæðingur Álftaness í undanúrslitum lengjubikarsins sem fer fram á laugardaginn. Áætlunarstaður er Fagrilundur og munu leikar hefjast kl:16:00. Fyrir þá sem ekki vitaþá hafa nokkrir leikmenn Álftaness leikið með viðkomandi liði en það eru til að mynda Rímnameistarinn Kjartan Atli, harðjaxlinn Hallgrímur Dan Daníelsson sem og undirritaður Magnús Valur Böðvarsson. Búast má við hörku viðureign.

Smá fróðleikur um Ými. Ýmir er jötunn í norrænni goðafræði, hann er fyrsti jötuninn í heiminum og frá honum eru allir aðrir jötnar komnir. Ýmir varð til þegar frost niflheims blandaðist eldum múspellsheims í ginnugagapi. Einnig varð til kúin Auðhumla en hún sá um að næra Ými. Eitt afkvæmi Ýmis eignaðist Bestlu Bölþórsdóttir. Hún eignaðist 3 afkvæmi með Bori, syni Búra, sonar Auðhumlu; Óðin, Vila og . Óðinn, Vili og Vé ákváðu síðar að skapa heiminn. Tóku þeir þá Ými, drápu hann og gerðu úr honum heiminn þannig:

  • Hold Ýmis varð að löndum.
  • Blóð Ýmis varð að sjó og stöðuvötnum.
  • Bein og tennur Ýmis urðu að fjöllum.
  • Beinflísar Ýmis urðu að grjóti og urðum.
  • Höfuðkúpa Ýmis varð að himninum.
  • Augabrúnir Ýmis urðu að virkisvegg utan um Miðgarð.
  • Heili Ýmis varð að skýjum.
  • Hár Ýmis varð að skógi.

Hér má sjá teikningu af jötninum Ými.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 29 apríl, 2008.

2 svör to “Mætum Ými í undanúrslitum”

  1. Oggg Magnús Bö fer á kostum !

  2. Maggi minn, maður á ekki að sniffa barnapúðrið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: