Baráttusigur gegn Árborg

Meistaraflokkur Álftaness hélt í morgun til borgar þeirra er kenndur er við Ár og mættu heimamönnum á Selfossvelli. Ákveðið var að nota 4-4-2 leikkerfið þar sem Andri Janusson gat óvænt spilað með en mjög tæpt var um það vegna smávægilegra meiðsla sem hann hefur átt við. Heimamenn komu mjög ákveðnir til leiks og virtust líklegir til afreka og voru sterkari aðilinn fyrstu 10 mínúturnar.

Eftir það sóttum við í okkur veðrið og spiluðum fanta bolta og sköpuðum hættu upp við mark Árborgar en náðum ekki að koma okkur í ákjósanleg færi. Það voru samt sem áður heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var það með klaufalegri mörkum sem við höfum fengið á okkur. Miskilningur milli Svenna og Dabba í markinu varð til þess að Svenni skallaði yfir Dabba sem misti jafnvægið og datt á meðan boltinn lak í markið en lítil hætta virtist vera á ferðum.

Við náðum þó að svara fyrir hálfleik og jöfnuðum leikinn eftir góða sókn, Kjartan fékk boltann vinstra megin í vítateig Árborgar renndi boltanum út þar sem hann rann framhjá 3-4 leikmönnum en Guðbjörn Klingenberg Sæmundsson kom á fullri ferð á fjærstöng og potaði boltanum yfir línuna. Staðan var því 1-1 í hálfleik og von á hörku leik.

Síðari hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi en við skoruðum á 5.mínútu síðari hálfleiks þegar Kjartan sendi boltann á Bjössa sem brunaði upp hægri kanntinn og sendi boltann fyrir markið þar sem Andri kom á fullri ferð og skoraði gott mark. Frábært framtak hjá okkar mönnum. Mikil barátta tók við og fengu bæði lið ágætis tækifæri til að skora en tókst ekki. Árborgarmenn sóttu stíft sérstaklega síðustu 20 mínúturnar og vildu í tvígang fá vítaspyrnu en góður dómari leiksins lét ekki blekkjast. Þeir komust þó næst því að skora þegar 5 mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma þá kom skalli yfir Davíð í markinu en Elfar sem var nýkominn inná sem varamaður náði að hoppa hæð sína og skalla boltan af marklínunni og í horn og sigur okkar var staðreynd og við komnir í undanúrslit en Árborgarar sitja eftir með sárt ennið. Þeir gætu þó fengið 4.sætið verðir þeir með besta árangur í 2.sæti.

Liðið: Davíð Smári – Bjössi, Svenni, Halli, Ingó (Elfar 85) – Maggi Magg, Guðbjörn, Birkir, Halli – Kjartan, Andri

Gul spjöld: Kjartan fyrir að biðja um spjald, Svenni fyrir brot,

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 27 apríl, 2008.

6 svör to “Baráttusigur gegn Árborg”

  1. Sá sem skrifaði þetta hefur ekkert verið að fylgjast með þessum leik!!! Það var undirritaður sem lagði hann á guðbjörn! og það var undirritaður sem fékk líka eitt stykki fallegt gult spjald frá annas æðislegum dómara leiksins….æðislegur gaur!!!!!!

    nei bara hafa þetta á hreinu!

  2. Takk fyrir baráttuna strákar !

  3. Maggi bö Árborg lentu i 3. sæti i riðlinum eftir að hafa tapað fyrir okkur ! og svo er komið i ljós hvaða lið eru kominn áfram og það eru KV, Ýmir, Ægir og svo við að sjálfsögðu

  4. Var það ekki Halli sem átti sendinguna inn á guðbjörn sem skoraði svo?

  5. Djöfull hefuru ekki verið að fylgjast með leiknum;) það var nú undirritaður sem lagði upp markið hans Gassa og fékk eitt stykki fallegt gult spjald..!! 😉 frá annas æðislegum dómara leiksins!!!

    NÆÆSSSSS

  6. hahah biðst afsökunar á öllum þessum commentum..!! haha…ég sá aldrei að það hefði komið…kom bara eitthvað rugl!!! !!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: