Góður seinni hálfleikur skapaði sigur gegn Þrótti V

Álftnesingar mættu í kvöld liði Þróttara frá stórslysabænum Vogum. Enginn Annþór Karlsson eða Einar Ágúst voru í liði Vogamanna og hlýtur það að vera skarð fyrir skyldi. 😉 smá djókur

Fyrri hálfleikurinn var svipað slakur og seinasti leikur gegn KFR jafnræði var með liðunum og ekki mikið um hættuleg færi. Andri Janusson skoraði fyrsta markið á 13 mínútu þegar hann fékk langan bolta innfyrir og kláraði færið eins og sönnum framherja sæmir áður en Þrótturum tókst að jafna eftir afskaplega slysaleg mistök í vörn okkar. Þróttarar hefðu alveg getað skorað annað mark í fyrri hálfleik þar sem leikur okkar manna var engan vegin sannfærandi og vörnin og miðjan galopin. Þetta átti eftir að breytast í síðari hálfleik.

Þess má til gamans geta að í fyrri hálfleik léku spiluðum við 4-1-4-1 taktík og af þessum 5 sem voru á miðjunni voru 4 örfættir leikmenn. Við breyttum yfir í 4-4-2 í síðari hálfleik Haraldur fór útaf, Jón Brynjar færði sig á vinstri kannt og Maggi Magg á hægri og Kjartan fór í framlínuna með Andra. Þetta átti eftir að hafa góð áhrif á liðið því Kjartan skoraði með góðu skoti sem markvörður Þróttaranna átti ekki möguleika í. Bjössa var skipt útaf í stöðunni 2-1, Erlendur kom í hans stað og bakvörðinn, Ingó fór í bakvörðinn vinstra meginn og hinn ungi Birkir Freyr Hilmarsson fór á miðjuna. Þetta átti eftira ð hafa frábær áhrif á liðið en við bættum við þremur mörkum. Fyrst sendi Birkir frábæra sendingu innfyrir á vintri kanntinn á Jón Brynjar sem lagði boltann inní teig þar sem Andri kom á fullri ferð og skoraði örugglega. Þá skoraði Jón Brynjar mark leiksins þegar Kjartan lagði boltan út á Birki sem sendi boltann innfyrir á Jón Brynjar sem negldi boltanum í samskeytin örugglega framhjá markverðinum. Andri bætti svo við fimmta markinu eftir góðan einleik og endaði með að negla boltanum yfir markvörð Þróttar algjörlega óverjandi. Reyndar skoraði Kjartan gott mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá hefðu Þróttarar átt að fá vítaspyrnu þegar einn leikmaður þeirra féll í teignum en dómarinn var ekki sammála Þrótturum né aðstoðardómaranum sem flaggaði og lét leikinn halda áfram. Síðari hálfleikurinn var sem sagt frábær og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Næsti leikur verður við Árborg og verðum við að vinna þann leik ef við ætlum í undanúrslit í deildarbikarnum.

Liðið: Davíð Smári Helenarson – Birkir Freyr Hilmarsson, Sveinn Guðmundsson, Hallgrímur Daníelsson, Björn Ingi Árnason (Erlendur Sveinsson 53) – Jón Brynjar Jónsson, Guðbjörn A. Sæmundsson (Ronnarong Wongmakathai 65) Ingólfur Finnbogason (Elfar S Sverrisson 82) Kjartan A Kjartansson Haraldur Arnarson (Magnús E. Magnússon 46) – Andri Janusson

Jón Brynjar skorar hér 4ja mark leiksins

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 18 apríl, 2008.

2 svör to “Góður seinni hálfleikur skapaði sigur gegn Þrótti V”

  1. góður sigur 🙂 hvenær koma svo myndirna inn ?

    therma fit away !

  2. Þær eru komnar inn 😉

    Svolítið dökkar myndir úr seinni hálfleik, getið kennt Margeiri um það 😉

    Svolítið margar myndir af mér, getið kennt bróður mínum um það hehe

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: