Hrikalegt tap gegn KFR

Meistaraflokkur tapaði í gær fyrir KFR í lengjubikarnum 4-2. Leikur liðsins var vægast sagt slakur og endurspeglaði slakan leik gegn Afríku sem samt sem áður vannst. Heimamenn sem voru talsvert sterkari en Afríka nýtti sér slakan leik okkar manna og innbyrgðu sanngjarnan sigur 4-2 með þremur mörkum á stuttum tíma í seinni hálfleik en við höfðum komist í 1-0 og 2-1.

Byrjunarliðið var talsvert breytt frá seinasta leik en spilað var með 4-5-1 leikkerfið. Nokkra leikmenn vantaði í liðið en mestu munaði um Kjartan á miðjuna sem var duglegur að stýra spilinu á miðjunni í síðasta leik. Vörn okkar opnaðist töluvert og þá sérstaklega hægra megin en öll fjögur mörk KFR komu þaðan. Haraldur Arnarson skoraði fyrsta mark leiksins en þá kom sending inn í teiginn þar sem boltinn hrökk til Halla sem negldi boltanum örugglega í netið. Andri kom okkur svo í 2-1 í byrjun síðari hálfleiks þegar hann stakk varnarmenn KFR af eftir góða sendingu frá Ingó. Þrjú mjög ódýr mörk um miðjan síðari hálfleik tryggði heimamönnum svo sanngjarnan sigur en mikinn klaufaskap í vörn okkar má um kenna. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að taka okkur á fyrir næsta leik sem er við Þrótt Vogum um næstu helgi.

Liðið: Davíð Smári (Ingi 46) – Arnar Hólm (David T.Park 85), Hallgrímur, Anton Heiðar (Klemenz 30)(Elfar 75), Sveinn – Magnús Einar (Erlendur55) , Guðbjörn, Ingólfur, Haraldur (Hörður 50) Jón Brynjar – Andri

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 13 apríl, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: