Tilþrifalaus sigur gegn Afríku

Meistaraflokkur Álftaness sigraði slakt lið Afríku 5-0 í tilþrifalitlum leik á Stjörnuvelli í dag. Smá seinkunn varð á leiknum fyrst vegna þess að línuvörð vantaði og þá var einn leikmaður Afríku ekki búinn að láta á sig legghlífar sem tók dágóðan tíma að koma á sig. Afríku menn byrjuðu leikinn af ágætis krafti og hefðu getað skorað en höfðu ekki heppnina með sér. Vörnin virkaði óörugg til að byrja með og skapaðist smá hætta að marki okkar án þess að um dauðafæri hafi verið að ræða.

Við komumst þó yfir á 12.mínútu þegar Guðbjörn skoraði ansi skrautlegt mark. Guðbjörn sendi boltann fyrir markið af miðjum vallarhelmingi Afríku, Maggi pressaði markvörðinn sem á einhvern óskiljanlegan hátt missti boltan framhjá sér og boltinn rúllaði rólega í marki, hreint fáranlegt mark sem enginn skildi í því hvernig gat komið. Okkur gekk hálf illa að skapa okkur færi eftir þetta og náðum engan vegin að spila okkar besta leik enda talsverð forföll í liðinu.

Á 37.mínútu bætti Andri svo við marki. Halli Dan, sendi þá fastan lágan bolta milli bakvarðar og miðvarðar Afríku þar sem Andri var á fullri ferð, markvörður Afríku kom á móti boltanum en Andri var á undan honum og rúllaði boltanum framhjá honum og í autt markið. Afríkumenn vildu fá dæmda rangstöðu en fengu ekki enda sat vinstri bakvörðurinn eftir.

Síðari hálfleikurinn var svo öllu skárri og skoraði Kjartan snemma 3ja mark okkar eftir gott samspil okkar manna. Andri renndi boltanum á Kjartan sem skoraði í autt markið. Afríkumenn virkuðu þreyttir og áhugalausir á að gera nokkuð. Stuttu seinna gerðist leiðinlegt atvik en svo virtist sem einn leikmaður Afríku hafi fótbrotnað þegar hann ætlaði að hoppa yfir Davíð Smára í markinu, hann rak fótinn í andlit Dabba sem svo gott sem rotaðist. Stöðva þurfti leikinn í um 5 mínútur meðan huga þurfti af þeim báðum. Dabbi harkaði af sér og kláraði leikinn með mikilli sæmd á meðan leikmaður Afríku var borinn af velli.

Kjartan bætti við 4ja marki okkar eftir góða sókn þegar hann fylgdi eftir skot Andra sem markvörður Afríku varði, han hélt ekki boltanum og Kjartan fylgdi vel á eftir. Það var svo Andri sem skoraði síðasta markið, Kjartan sendi þá háan bolta innfyrir þreytta vörn Afríkumanna, Andri var á undan markverðinu og vippaði boltann snyrtilega yfir markvörðinn. Sigurinn hefði hæglega geta orðið stærri þrátt fyrir slaka spilamennsku okkar manna.

Liðið: Ingi Sævar Ingason (Davíð Smári Helenarson 46) – Klemenz Kristjánsson (Erlendur Sveinsson 60), Arnar Hólm Einarsson, Hallgrímur Dan Daníelsson, Ingólfur Finnbogason – Björn Ingi Árnason, Guðbjörn Alexander Sæmundsson, Kjartan Atli Kjartansson, Magnús Einar Magnússon – Hörður Jens Guðmundsson (Elfar Smári Sverrisson 46) Andri Janusson.

Í liðið vantaði t.a.m. Harald Arnarsson sem er erlendis, Fannar Eðvaldsson er meidduri, Birkir Freyr Hilmarsson sem mætti ekki, Jón Brynjar Jónsson sem mætti ekki og svo öðrum sem eru meiddir sem stendur. Undirritaður lýsir hér með eftir að viðkomandi leikmenn sjái sér fært að mæta þegar leikir eru séu þeim ætlað að mæta.

Magnús Valur Böðvarsson

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 6 apríl, 2008.

8 svör to “Tilþrifalaus sigur gegn Afríku”

 1. þetta sýnir samt stirk liðsins að geta unnið leikinn 5-0 án nokkura byrjunarliðsmanna ÁFRAM ÁLFTANES !!!!! og ja by the way eg man eftir einu marki hahahahahahah..

 2. Ég er alveg sammála Magga með það menn ættu að sjá sér fært að mæta í leiki sem þeir eru boðaðir í eða a.m.k láta vita að þeir komi ekki. Það má bæta við að Jökull mætti ekki heldur.

 3. Þetta er allt í góðu. Menn hafa eflaust sýnar ástæður.

  Annars þá er þetta alltof algengt að leikir þessa, anars ágæta, Afríku-liðs leysist upp í vitleysu.

  Þeir voru tuðandi yfir öllu í 90 mínútur. Ótrúlegt hvað þeir sluppu vel, fengu aðeins eitt spjald. Og svo er alltaf stutt í trompi allt og tali um fordóma. Að menn séu að ósekju vændir um fordóma er ömurlegt.
  Fullt af fínum strákum í þessu liði en þeir þurfa að slaka aðeins á. KSÍ ætti líka aðeins að skoða leiki hjá þessu liði. Sambandið er orðið mjög pró og svona hegðun rímar ekki við þá stefnu.

  Annars fær Dabbi heiðursverðlaun fyrir að klára leikinn eftir að hafa fótbrotið mann með höfðinu.

  Guðbjörn átti samt tilþrif leiksins með þessu ótrúlega marki. Sannarlega Youtube móment.

 4. Sínar ekki sýnar. Var að horfa á Sýn þegar ég skrifaði þetta.

 5. Kjarri þetta heitir stöð 2 sport núna 🙂

 6. Þess má einnig geta að ég var ekki með heldur.
  Ég vildi ekki þurfa að nefna það sjálfur, en það benti ekkert til þess að nokkur annar ætlaði að gera það…

  En hvað um það – laglega gert, piltar!

 7. sorry strakar er buinn ad vera farveikur náði bara ekki i pavlovinn !!

 8. Þú kemur bara sterkur til baka !

  Annars eru myndir á http://AndriJan.net

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: