Nýjustu fréttir

Það er margt að frétta af okkar liði enda höfum við spilað 2 æfingaleiki nýlega fyrst 60 mínútna leik gegn Víði í Garði þar sem lokatölur urðu 1-1. Mikið jafnræði var með liðunum og fá færi litu dagsins ljós Jón Brynjar átti skalla rétt yfir mark Víðismanna eftir góðan undirbúning Björns Inga Árnasonar. Þá varði Davíð Smári vel í tvígang þegar Víðismenn voru komnir í ágætis færi. Í síðari hálfleik skoruðu Víðismenn afar klaufalegt mark eftir hornspyrnu. Okkur tókst þó að jafna en þá léku Andri Janusson og Jón Brynjar vel saman og Jón Brynjar náði að leika á einn varnarmann og markvörð Víðismanna og þar við sat. Við spilum aftur við Víðismenn á morgun mánudag.

Í gær laugardag spiluðum við Augnablik í Fífunni. Við byrjuðum afar vel og skoraði Jón Brynjareftir að hafa komist í gott færi. Við bættum reyndar við öðru marki þegar Andri Janusson sólaði markvörð Augnabliks en því miður var búið að dæma aukaspyrnu þar sem einhver leikmaður hélt um höfuð sitt. Augnablikar nýttu sér það og skoruðu rangstöðu mark og jöfnuðu leikinn. Í síðari hálfleik refsuðu þeir okkur með tveimur mörkum áður en við vöknuðum til lífsins. Jón Brynjar skoraði tvö mörk og Guðbjörn eitt og komu okkur í 4-3 áður en Augnablikar jöfnuðu metin undir lokin. Talsvert vantaði í okkar lið. Næsti leikur er aftur gegtn víði á morgun.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 10 febrúar, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: