Sigur í Futsal, Sigur í æfingaleik

Álftanes lék sinn fyrsta leik í Futsal mótinu á Sunnudaginn. Leikið var gegn Leikni í Reykjavík sem spilar í 1.deildinni. Leikurinn byrjaði frekar illa og lenntum við tveimur mörkum undir en eftir það var spenningurinn farinn úr mönnum og tókum við okkur. Andri minnkaði muninn og Guðbjörn minnkaði muninn í 3-2. Maggi Magg kom þá inná og skoraði tvö mörk en annars sáu Andri og Guðbjörn um að klára leikinn en Guðbjörn skoraði alls 5 mörk í leiknum og Andri 3.  Leikurinn endaði sem sagt 10-7 í stórskemmtilegum Futsal leik.

Í gær lékum við hinsvegar fyrsta æfingaleikinn okkar. Leikið var gegn Berserkjum á Framvellinum en við háðum stórskemmtilega leiki gegn þeim seinasta sumar. Byrjunarliðið var svona: Ingi – Elfar, Einar, Annel, Elli Sveins – Halli, Ingó, Guðbjörn og Andri á miðjunni – Maggi Magg og Eyjó voru frammi.   Klemmi og Jökull komu svo inná í seinni hálfleik og Davíð Smári fór í markið í seinni.   Fyrri hálfleikur byrjaði rólega en Guðbjörn átti fyrsta skotið af marki sem markvörður Berserkja varði stórglæsilega og ekki í eina skiptið í leiknum.

Mikil barátta var í leiknum og það var ekki fyrr en seint í fyrri hálf hálfleik að við fengum stórsókn þar sem Guðbjörn var í góðu færi en markvörðurinn varði, Andri skaut í slá og Ingó skaut í varnarmann áður en Berserkir náðu að hreinsa. Það var algjörlega gegn gangi leiksins að Berserkir skoruðu fyrsta markið. Þeir fengu aukaspyrnu á miðju vallarins, sendu góða sendingu fyrir og skölluðu glæsilega í netið framhjá Inga í markinu.

Síðari hálfleikurinn var allt annar og náðum við að knýja fram sigur. Andri Jan skoraði gott mark þegar hann slapp í gegn og klobbaði markvörð Berserkja sem hafði varið frábærlega í leiknum. Ingó skoraði glæsilegt mark frá miðjuboganum og Guðbjörn skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu sem Andri hafði fengið. Góður leikur í fyrsta leik og góður sigur og gefur vondandi góða mynd af framhaldinu.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 27 nóvember, 2007.

Eitt svar to “Sigur í Futsal, Sigur í æfingaleik”

  1. Klassi massi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: